Loksins, loksins er ég búinn að horfa á þessa mynd sem er á topp 5 listanum hjá öllum og margir tala um bestu mynd sem hefur verið framleidd. Ég verð að viðurkenna að hún fer ekki á topp 5 listann hjá mér. Ég er ekki að því að þetta sé frábær mynd, sérstaklega í ljósi þess að hún er næstum 70 ára gömul, en hún er samt ekki svona rosaleg...
Citizen Kane fjallar um Charles Foster Kane (leikinn af Orson Welles sjálfum), nýdáinn milljónamæring. Myndin samanstendur í raun af frásögnum fólks af Kane og er því ekki alltaf í réttri tímaröð. Rauði þráður myndarinnar er leitin að merkingu svanasöngs Kanes, „Rosebud“. Hún er að einhverju leiti byggð á sönnum atburðum, en mér skilst að Welles hafi m.a. byggt Kane á sjálfum sér (þ.e.a.s. myndin gæti mögulega verið sjálfsævisaga (- hæpið samt)).
Þessi mynd er bæði þrælskemmtileg og flott. Það er líka ótrúlegt að hugsa til þess að þessi mynd kom t.d. út áður en Stephen Spielberg fæddist, því hún gæti alveg eins verið gerð í gær.
5 comments:
Myndin er um blaðakónginn William Randolph Hearst sem var gríðarlegur skíthæll (studdi m.a. Hitler). Hann reyndi að neyða RKO til þess að eyðileggja myndina en tókst ekki. Hann átti dagblöð um gervöll Bandaríkin og myndin fékk ömurlega dóma í þeim öllum. Myndin öll er skot á hann, og "Rosebud" er skot fyrir neðan beltisstað, en það ku hafa verið gælunafn WRH á kynfærum eiginkonu sinnar...
Ókei. Ég vissi ekki þetta með Rosebud... Súrt.
Snilld frekar
3 stig.
Well said.
Post a Comment