Thursday, April 17, 2008

Nokkur tips um gerð stuttmynda


Það er ágætt að segja aðeins frá því sem ég hef lært, svona í lok námskeiðisins. Ég hef dundað mér við að gera stuttar myndir í nokkur ár og samanlagt hugsa ég að ég hafi eitthvað komið að gerð ca. 15 mynda. Þær myndir sem ég er stoltastur af eru Húsið, 0:15, Njálumyndin, og sumir litlu sketchanna sem við gerðum fyrir árshátíðarsjónvarpið. Það er þrennt sem mig langar að koma á framfæri, sem að ég hef komist að í gegnum þessa litlu reynslu mína.

Í fyrsta lagi þá borgar það sig að byrja með góða, einfalda pælingu. „What if...“ aðferðin er algjörlega í uppáhaldi hjá mér akkúrat núna.

Í öðru lagi þá hef ég komist að því „the hard way“ að kvikmynd verður aldrei flottari en lélegasti verkliðurinn. Til dæmis er alveg sama hvað handritið er gott, leikurinn raunverulegur, skotin töff og tónlistin góð, ef lýsing og hljóð er þriðja flokks þá verður myndin aldrei meira en þriðja flokks mynd. Eins er alveg sama hvað þú leggur mikla vinnu í mynd byggða á lélegu handriti, hún verður aldrei góð. Það borgar sig að byrja aldrei á næsta skrefi fyrr en maður er orðinn fullkomlega sáttur með það sem maður er búinn með. Ein slæm sena (lélegt hljóð, léleg lýsing, lélelgt samtall eða lélegur leikur) getur skemmt mynd. Já og eitt enn, alltaf taka a.m.k. tvær tökur af senu sem heppnast alveg 100%.

Það þriðja sem ég hef lært af reynslunni, og mun alltaf hafa í huga í framtíðinni er að fækka tökustöðum og tökudögum eins og mögulegt er. Þegar að Myndbandanefnd Framtíðarinnar tók t.d. upp Leiðina að marmaranum vorum við í hálfan mánuð, alltaf að skjótast upp í Versló að klára einvherjar tökur sem við áttum eftir, og klippa á milli, og skjótast hingað og þangað og redda leikurum og bíða eftir einhverju o.s.fv. Svo ég taki dæmi um æskilegri aðferð þá var Bunkerlove skrifuð á einu kvöldi og tekin upp daginn eftir. Það er sérstaklega pródúktíft, svo ég tali nú ekki um skemmtilegt, að fara eitthvert út í sveit (helst sumarbústað) með nóg af mat til að halda öllum í góðu skapi, og taka myndina upp alla í einu.

Wednesday, April 16, 2008

Niðurhal kvikmynda - ÞJÓFNAÐUR


Það er mikið talað um niðurhal af netinu og ólöglega afritun bíómynda og tónlistar. Þetta er auðvitað gífurlega leiðinlegt fyrir kvikmyndaframleiðendur sem selja fyrir vikið færri eintök af myndunum sínum eftir að búið er að gengisfella þær. Það tímir enginn að fara í bíó fyrir 1300 kr. á mynd sem hann getur séð heima hjá sér fyrir tíkall. Það lítur þó út fyrir það að þetta sé óafturkræf þróun, og því er kannski nær að hætta að reyna að finna leið til að koma í veg fyrir að fólk sé að hala kvikmyndum niður af netinu, en finna þess í stað leið til að græða á því.

Nú þéna sumir tónlistamenn (granted, frekar minni sveitir en stórar) allt að 90% tekna sinna á því að halda tónleika og því hafa ýmsir, t.d. Greenday, tekið upp á því að setja heilu plöturnar á netið, þannig að hver sem er geti downloadað þeim ókeypis. Það eykur einfaldlega aðsókn á tónleika. Það er spurning hvort að það sé ekki hægt að finna upp á einhverju svipuðu fyrir kvikmyndabransann. Reyna að „go with the flow“.

Það er algeng skoðun fróðra manna að kvikmyndalistin í dag, með allar þessar risa budget Hollywood myndir, sé stöðnuð. Þegar að hver mynd kosta margar milljónir dollara þá þorir enginn að taka séns, að prufa eitthvað nýtt.

Við getum prufað að líta á þessa niðurhals þróun sem blessun, frekar en bölvun. Hér eru nokkrar mögulegar aðferðir til að grípa í taumana:

1. Auglýsingar

Það væri hægt að setja auglýsingar í upphaf og lok mynda og jafnvel í miðja mynd. Það er meira að segja hægt að troða auglýsingum inn í söguþráðinn. Við skulum ekkert vera að dansa í kring um það að það er stanslaust verið að reyna að hafa áhrif á hvernig við hugsum, sérstaklega í þessum dýrari Hollywood myndum, og þetta væri ekkert afleidd viðbót. Væri það svo skelfilegt að Forrest Gump æti t.d. súkkulaði frá NÉSTLÉ© frekar en einhverju ónefndu fyrirtæki? Sérstaklega ef það þýðir að myndin verði ókeypis fyrir alla í heiminum. Ókei, ég geri mér grein fyrir því að ein auglýsing borgar ekki næstum því brúsann, en þú veist, þetta er allavega ágætis byrjun.

2. Lækka verðið í bíó

Segir sig sjálft. Jafnvel að maður fái myndina á dvd með bíómiðanum. Það væri geðveikt.

3. Breyta kvikmyndaforminu

Hvernig væri t.d. að stytta bíómyndir? Það getur verið alveg jafn skemmtilegt að horfa á vel gerða 20 mínútna stuttmynd sem kostar nánast ekkert að framleiða og að horfa á 200 milljón dollara bíómynd með einhverjum rosa frægum leikurum sem eru bara frægir fyrir algjöra heppni.

Æji, ég skal alveg viðurkenna að ég veit voða lítið um þetta. En ég veit samt að það er ómögulegt að berjast gegn þessari þróunn mikið lengur. Ég ætla að halda áfram að spara mér ca. 50 000 kr á ári og horfa á ólöglegar kópíur. Því miður.

Hollywood, roll with the punches!

Fangelsismyndir

Afþví að stundartöflur okkar vinanna í vetur voru álíka götóttar og svissneskur ostur (endalaust af hléum) þá höfum við svolítið stundað það að horfa á bíómyndir í stað þess að læra eins og við ættum að vera að gera. Við ákváðum að þema kvikmyndaklúbbsins ætti að vera flóttir úr fangelsi, þar sem við værum á ákveðinn hátt að flýja úr fangelsi í vor, þ.e. að verða stúdentar.

The Great Escape

Fyrsta myndin sem við horfðum á var minnir mig The Great Escape, alveg týpísk fangelsisflóttamynd frá árinu 1963. Hún fjallar semsagt um hóp breskra stríðsfanga sem reyna að komast út úr þýskum fangabúðum. Hún kom á óvart, ég var að búast við rosa WW2 klisjum hægri vinstri, en söguþráðurinn og persónurnar voru frekar þróaðar. Myndin er langt frá því að vera heilalaus stríðsmynd í anda Steven Segal og félaga, og það er með ólíkindum hvað hún er spennandi, í ljósi þess að reynslan hefur sýnt manni að því eldri sem myndir eru, því ólíklegra er að þær hafi mikil áhrif á mann. Svona almennt.

Þegar klipp myndarinnar var valið var spurning um hvort yrði fyrir valinu, mótórhjólaeltingaleikurinn frægi (kíkið á það hér, ef þið hafið áhuga), eða hreinlega credidsið, en ég ákvað að það næði upplifuninni betur:



Það er ótrúlegt hvað manni þykir vænt um þessa gæja. Mæli með þessari mynd, ekki spurning. Það er engin tilviljun að Bretar horfi á hana um hver jól.

The Shawshank Redemtion

Næsta mynd á dagskrá var sú mynd sem kemst næst því að geta kallast besta mynd sem ég hef séð, The Shawshank Redemtion. Ég skrifaði smá færslu um hana í fyrra, hún var svona.

Vá, ég fór að skoða hana á youtube og fann m.a. þetta:



Þetta er svo fallleg sena. Núna langar mig bara að taka mér smá pásu frá öllu og horfa á hana einu sinni enn.

Allavega, það var sena í þessari mynd sem gaf okkur hugmyndina af næstu:

Heywood: The Count of Monte Crisco...
Floyd: That's "Cristo" you dumb shit.
Heywood: ...by Alexandree Dumb-ass. Dumb-ass.
Andy Dufresne: Dumb-ass? "Dumas". You know what it's about? You'll like it, it's about a prison break.
Red: We oughta file that under "Educational" too, oughten we?

Greifinn af Monte Cristo

Næst tókum við semsagt nokkra daga í að horfa á upprunalegu frönsku þáttaröðina Le Compte de Monté Cristo sem var stundum sýnd hérna í Sjónvarpinu um jólin í gamla daga. Hún passaði að sjálfsögðu vel í þemað (þeir sem hafa komist í gegn um lífð án þess að hafa komist að því um hvað Greifinn af Monte Cristo fjallar, kíkið á linkinn hér að ofan...) og það var líka passlegt að horfa á einn þátt í einu á milli tíma. Mig minnir að hver þáttur hafi verið klukkutími. Það var rosalega gaman að horfa á þessa þætti, bæði vegna þess að sagan er skemmtileg og þættirnir vel gerðir, en líka vegna þess að maður fékk svo ÓGEÐSLEGA mikla nostalgíu. Gérard Depardieu fer að sjálfsöðu á kostum, í öllum þessum dulargerfum, sem by the way virka ekki, hann breytist nákvæmlega ekki neitt við það að setja á sig gerfinef og hárkollu:



Því miður, virkar ekki alveg. Annars eru þetta mjög góðir þættir sem allir geta haft gaman af.

Þegar hingað var komið vorum við farnir að túlka þemað full frjálslega og litum svo á að Berlínarmúrinn hafi verið nokkurs konar fangelsi. Þá mátti líka líta svo á að Das Leben das Anderes hafi eiginlega fjallað um flótta úr fangelsi. Hún var mjög góð. Fleiri mydir sem komu til greina voru m.a. One Flew Over The Cuckoos Nest og The Green Mile. Hvað með ykkur? Hvað er besta fangelsis mynd sem þið hafið séð?

Sunday, April 13, 2008

Previously on Bollywood

Þetta er myndband sem við gerðum til að rifja upp fyrirlesturinn frá því á miðvikudaginn. Eins og þið munið þá náðum við ekki að klára hann, svo okkur þótti við hæfi að koma með inngang, eins og er gert í framhaldsþáttum. Hann var svona:

Flottar stuttmyndir

Eitt af mörgu sem ég hef lært í kvikmyndagerðinni í ár er að hafa gaman af stuttmyndum. Eins og Ólafur sagði þegar hann kom í heimsókn um daginn þá er einhvernvegin allt leyfilegt í stuttmyndum, fólk er ekki að kaupa sig inn á bíómynd og er ekki að fórna miklum tíma í hana, þannig að það sættir sig við allan fjandann. Þá fær maður lausan tauminn og getur prófað sig áfram. Það er líka lítið/ekkert budget, þannig að leikstjórinn er laus við allt vesen og ræður sjálfur hvað hann vill hafa í myndinni.

Hérna eru nokkrar eftirminnilegustu stuttmyndirnar sem ég hef séð, þær myndu aldrei ganga upp sem heilar bíómyndir, en eru ótrúlega ferskar samt sem áður:

Flat life



(Athugið, þetta er bara brot)

Frábær mynd þar sem skjánum er alltaf skipt í fernt, hver hluti ein íbúð. Hún fjallar semsagt um íbúa í blokk og samskipti þeirra á milli. Það er alltaf gaman af svona myndum þar sem maður sér sama hlutinn frá mismunandi sjónarhornum, þetta minnir mig á leikrit eftir Árna Ibsen sem ég man ekki hvað heitir, en þá ér maður sama leikritið tvisvar, fyrir og eftir hlé, nema í annað skipti fyrir innan húsið og í hitt skiptið fyrir utan. Það er eitthvað við það að vita söguna á bak við gjörðir persóna og atburði. Þetta er mikið gert í bíómyndum, t.d. í Snatch í senunni þegar það er keyrt á rússann, þegar sami atburðurinn er alltaf sýndur þrisvar sinnum:



The Parlour



Algjör snilld. Ég veit það ekki fyrir víst en ég hef lesið að samtölin á „spjallsíðunni“ séu tekin af alvöru chatti. Það er sérstaklega skemmtilegt að reyna að sjá fyrir sér hvað hver og einn er að hugsa í alvöru, hvernig þeir vilja koma fram og hvernig aðrir taka þeim. Ég veit ekki hvað það er við skiptingar á milli veruleikans og „draumaheimsins“, en t.d. í þessari mynd, þegar við sjáum Skater í fyrsta skipti í raunveruleikanum, þá finst manni eins og maður hafi verið að gæjast inn í hugann á honum, sem er magnað vegna þess að þetta er BARA hægt í kvikmyndum. Þessi mynd hefur líka það sem ég var að tala um hérna áðan, að áhorfandinn veit meira en hver og ein persóna, við vitum bakgrunn hverrar persónu og fáum að sjá hvernig þær hafa samskipti sín á milli.

The Glitch

Þessi er svona svipuð pæling og 0:15, enn og aftur, þegar maður fær góða, einfalda hugmynd getur maður verið viss um að hún hvafi verið framkvæmd áður.



„I’m gonna love you forever“. Góð pæling. Ég held að what if... reglan virki alveg 100%. Allavega í stuttmyndunum. Ef sagan fjallar um einhverskonar pælingu, svona væri það ekki tryllt ef... (maður gæti stoppað tímann, jólasveinninn væri vondur, maður gæti vakið fólk frá dauðum o.s.fv.) þá vill maður vita meira. Það er hægt að ganga mjög langt í fáránleikanum án þess að fólk fái nóg, svo lengi sem persónurnar eru eðlilegar. Maður áttar sig ekki á því hvað áhorfandinn er klár. Það er ekkert verra en þegar sögunni er troðið inn í heilann á manni, og maður fær ekkert að fatta sjálur.

Ein í lokin

10 Minuta

Það er reyndar ekkert rosalega gott að horfa á hana á youtube, en ég veit ekki hvar hún er til í betri gæðum. Ég mæli með því að þið finnið betri versjón einhversstaðar frekar en að horfa á hana hérna, en þið ráðið...



Margt flott við þessa mynd. Mörg flott skot, langar tökur og stuð.
Mig langar að finna einhverja síðu þar með fullt af sniðugum stuttmyndum. Þetta er líka svo passlegt fyrir pásur í próflestri. Vitið þið um einhverjar góðar?

Friday, April 11, 2008

Ég er að safna stigum...

Siggi, telst þessi póstur ekki með sem færsla á þessari önn. Þú taldir hana allavega ekki með fyrir jól. Bara svona fyrst það er að koma kennaraeinkunn.

Happy End


Leikstjóri: Oldrich Lipský
Útgáfuár: 1966
Helstu leikarar: Vladimír Mensík
IMDB einkunn: 8,2

Meistaraverk! Þetta er það magnaðasta sem ég hef upplifað í þessum tímum, ekki nokkur spurning. Heil mynd spiluð aftur á bak. Það ótrúlegasta var samt hvað maður hugsaði allt aftur á bak í langan tíma eftir á. Ég geri ráð fyrir að þeir sem lesa þetta viti hvaða mynd þetta er, annars: kíkið hér. Þetta er týpísk sena:



Í hinum ódauðlegu orðum Sigga Palla þá er alltaf gaman að sjá hvað er hægt að ganga langt áður en kvikmynd hættir að vera kvikmynd. Það má með sanni segja að Happy End sé einhversstaðar á mörkunum.

Mig langar að búa til svipaða mynd sem gerist núna. Það er bara spurning hvað virkar að sýna aftur á bak. Ég held að Mensík hafi tekið myndina upp í rauntíma (döh...) og klippt hana eins og hún hafi átt að vera venjuleg mynd og spilað svo allt saman aftur á bak. Það er jafnvel pæling að gera mynd um einn dag aftur á bak, þ.e. vakna í staðin að fara að sofa o.s.fv. Vandamálið er augljóslega samtölin. Annaðhvort þurfa leikararnir að segja línurnar sínar aftur á bak (sem er subbulega mikið vesen) eða þá að línurnar eru spilaðar aftur á bak (sem er ekkert skemmtilegt). Það væri líka ógeðslega skemmtilegt, en sjúkt vesen, að láta aðalpersónuna ekki upplifa daginn aftur á bak. Ímyndið ykkur að vakna og upplifa heiminn aftur á bak. Það er hryllingur.

Það er svo mikið af myndum sem mig langar að gera, en ég á aldrei eftir að drullast til að framkvæma. Bestu hugmyndirnar koma líka þegar maður er að læra fyrir próf.

Allavega, aftur að Happy End. Ég fíla myndir sem láta mann þurfa að hugsa dáldið, og þessi var það svo sannarlega. Það tekur á að pæla stanslaust í tímaröðinni, hvað var að gerast, hverjar voru aftur afleiðingar þessarar senu, hvernig myndi þetta líta út í réttri tímaröð...
Talandi um það, langar engan annan en mig að horfa á þessa mynd spilaða aftur á bak (þ.e. í réttri röð)? Eða kannski að prufa að horfa á bíómynd sem maður þekkir vel spilaða aftur á bak.