Friday, April 11, 2008

Ingmar Bergman - ævi


Kallinn


Ingmar Bergman fæddist 14. júlí 1918 en hann lést í júli á þessu ári. Hann var sænskur kvikmyndaleikstjóri en hann leikstýrði einnig leikritum og óperum. Hann er almennt talin vera einn besti og áhrifamesti kvikmindagerðamaður nútímakvikmynda.

Bergman leikstýrði 62 bíómyndum og skrifaði sjálfur handrit flestra þeirra og leikstýrði líka meira en 170 leikritum. Hann notaðist mikið við sömu leikarana, eins og til dæmis Liv Ullmann og Max von Sydow. Flestar bíómyndirnar hans gerast í Svíþjóð.

Margir frægir leikstjórar, eins og t.d. Woody Allen, David Lynch, Stanley Kubrick og Robert Altman segja myndir Bergmans hafa haft mikil áhrif á sig. Woody Allen sagði að Bergman væri "probably the greatest film artist, all things considered, since the invention of the motion picture camera."

Bergman fæddist í Uppsölum í svíþjóð, en pabbi hans, Erik Bergman var prestur. Þar sem að hann ólst upp hjá mjög trúrækinni fjölskyldu hafði hann alltaf mikinn áhuga á kristnum táknum og textum. Þrátt fyrir þennan áhuga sagðist Bergman sjálfur hafa misst trúna átta ára gamall.
Hann var kvaddur í herinn í eitt ár og lærði svo list og bókmenntafræði í Stokkhólmi og sýndi þá mikinn áhuga á kvikmyndum og kvikmyndagerð.

Frumraun Bergmans í kvikmyndageiranum var árið 1941 en þá vann hann við handritagerð, en 1944 skrifaði hann kvikmyndahandrit fyrir myndina Frenzy, sem Alf Sjöberg leikstýrði. Hann var líka titlaður aðstoðarleikstjóri hennar. Á næstu 10 árum skrifaði hann og leikstýrði fjölda mynda, eins og t.d. The Devil's Wanton 1949 og The Naked Night 1953.


Úr Sjöunda innsiglinu


Bergman varð heimsfrægur þegar Smiles of a Summer Night kom út 1955, en hún var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmindahátíðinni í Cannes sama ár. Tviemur árum seinna leikstýrði hann tveimur snilldarverkum: The Seventh Seal og Wild Strawberries. The Seventh Seal eða Sjöunda innsiglið er bráðskemmtileg mynd sem fjallar um Svíþjóð á 14. öld. Hún fjallar í grófum dráttum um riddara sem sannfærir dauðan sjálfan að spila skák við sig, upp á líf sitt. Rauði þráðurinn er að mínu mati annars vegar að sýna fram á að lífið er ekkert annað en tímabundið hlé frá dauðanum og að við getum aldrei unnið mátað hann í skák, og hins vegar spurningin: „hvað ef Guð er ekki til“. Að mínu mati er Sjöunda innsiglið frábær mynd vegna þess að hún er þung að því leiti að hún er uppfull af sllskonar pælingum en létt vegna þess að það er gaman að horfa á hana. Hún var tilnefnd til Gullpálmans á Cannes 1957. Wild Strawberries, sem fjallar um gamlan mann sem þarf að horfast í augu við ellina, fékk líka fullt af verðlaunum og viðurkenningum.

1 comment:

Siggi Palli said...

Verð aftur að efast um ágæti þess að skella fyrirlestri svona beint inn. Samt ákveðin vinna að setja alla þessa linka.
2 stig.