Wednesday, December 12, 2007

Húsið

Jæja dömur og herrar, hér er hún. Við ætlum að laga hana aðeins til og mögulega senda hana í einhverja samkeppni. Hugmyndir?

Okkur vantar líka nafn á hana. Húsið var svona bráðabirgða nafn á verkefninu, það er ekkert sérstaklega lýsandi og flott.

Þið megið líka endiega koma með komment, t.d. hvernig þið skiljið söguþráðinn, hvað mætti laga, spurningar og þannig.

Já, leikarar koma ekki fram, þau eru

Ásgeir Bjarnason

og

Anna Beta Gísladóttir

Takk kærlega fyrir hjálpina krakkar!

7 comments:

Anonymous said...

mér þætti persónulega flottara ef að tónlistin í bílnum væri bara konstant en ekki einsog hún eigi að koma úr bílnum.. sorry sykur.

Kvót myndarinnar: ,,er þetta amma þín eða?"

Emil said...

Þú hefur ekkert vit á tónlist.

Nei, það er alveg rétt, það var eitthvað skrýtið við þessa senu, ég held samt að það sé hægt að laga það í staðin fyrir að hafa tónlistina bara stöðuga. Ég fíla það ekki.

Anonymous said...

ég skil ekki út á hvað þessi mynd gengur.

Emil said...

Nei, hún er dáldið flókin. Prufaðu að pæla í hvenær hún er í lit, hvenær hún er svarthvít og hvenær hún er bláhvít. Prufaðu líka að horfa á síðustu mínútuna, hún er rétt atburðarás spiluð afturábak.

Anonymous said...

Haaa?? Typpi?

Siggi Palli said...

Kannski ekkert rosalega áhorfendavæn, en afskaplega skemmtileg pæling og mjög flott á köflum. Öll senan þar sem Anna Beta átti að vera spúkí ömmu-draugur var bara brilljant (og speglaskotið var meiriháttar!). Mjög gaman að sjá ykkur í svona tilraunastarfsemi - að prófa hvað er hægt að gera og hvernig er hægt að segja sögu.

2 stig fyrir færsluna.
10 fyrir myndina.

Emil said...

Takk kærlega!