Fight Club er mynd sem færi trúlega á topp 5 listann minn. Hún er byggð á sögu eftir mann að nafni Chuck Palahniuk (Fight Club var fyrsta bókin hans) og er í leikstjórn Davids Finchers (Se7en, Panic Room). Hún var ekkert ofsalega vinsæl þegar hún kom fyrst út í bíó, en stuttu eftir að hún kom út á DVD varð hún algjört költ. Ég er viss um að stór hluti þeirra sem hafa séð hana geta þulið upp heilu senurnar úr henni. Hún fjallar um mann (Edward Norton) sem er fullkomlega eðlilegur í þeim skilningi að hann býr í flottri íbúð, vinnur fína vinnu, gengur í fínum fötum o.s.fv. Hann þjáist af svefnleysi og virkar frekar einmanna. Hann kynnist hinum tveimur aðalhlutverkunum, sápusölumanninum Tyler Durden (Brad Pitt) og Mörlu Singer (Helena Bonhan Carter) snemma í myndinni og þau hafa mismunandi áhrif á hann.
Til þess að segja betur frá sögunni þá þyrfti ég annað hvort að skemma fyrir þeim sem hafa ekki séð myndina með því að fjalla um fyrri hluta sögunnar og láta eins og það sé aðalatriðið eða að skemma endann. Þið vitið væntanlega hvað ég á við sem hafið séð hana. Ef þið hafið ekki séð hana, hættið þá að lesa þetta og hlaupið út á vídjóleigu.
Í staðin ætla ég aðeins að tala um pælingar í þessari mynd.
Til þess að segja betur frá sögunni þá þyrfti ég annað hvort að skemma fyrir þeim sem hafa ekki séð myndina með því að fjalla um fyrri hluta sögunnar og láta eins og það sé aðalatriðið eða að skemma endann. Þið vitið væntanlega hvað ég á við sem hafið séð hana. Ef þið hafið ekki séð hana, hættið þá að lesa þetta og hlaupið út á vídjóleigu.
Í staðin ætla ég aðeins að tala um pælingar í þessari mynd.
Fight Club fjallar um tvo hluti, tvö mismunandi vandamál. Annars vega kapitalisma og hins vegar mögulega lausn á honum, hryðjuverk. Fólk sem skilur Fight Club þannig að hún sé að koma með lausn á vandamálinu er að misskilja. Hún er bara að vara okkur við.
Hún snertir líka á pælingum Nietzches um übermenschinn.
Þess má til 'gamans' geta að eftir að Fight Club kom út á DVD urðu til fullt af Fight Clubbum út um allan heim. Frægustu slíku Clubbar voru hópur verkfræðinga frá Californiu sem stofnuðu „The Gentleman’s Fight Club“ og krakkar í Texas sem börðu einhvern krakka næstum til dauða.
Kvót myndarinnar:
Lou kráareigandi er að lemja Tyler:
Lou: Do you hear me now?
Tyler Durden: No I didn't quite catch that Lou.
Lou lemur hann aftur.
Tyler Durden: Still not getting it.
Barsmíðarnar halda áfram.
Tyler Durden: Ok, I got it. [Pása] Shit I lost it.
Það er ekki oft sem Hollywood myndir vekja mann svona til umhugsunnar. Frábær mynd.
5 af 6
*****
No comments:
Post a Comment