Sunday, November 25, 2007

Íslenskar bíómyndir

Ég sagði áður að Veðramót væri besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð. Ég veit ekki með það, en topp 4 eru þessar (engin röð):

- Veðramót
- Djöflaeyjan
- Englar alheimsins
- Mýrin

Ég var einmitt að horfa á Mýrina í gær. Ég nenni ekki að láta eins og einhver ykkar viti ekki um hvað hún fjallar, geri bara ráð fyrir að þið hafið verið á Íslandi síðastliðið ár. Ef þér tókst einhvernvegin að forðast öll mannleg samskipti í fyrra farðu þá á imdb:

http://www.imdb.com/title/tt0805576/

Maður þarf eiginlega að horfa á svona myndir tvisvar áður en maður fjallar eitthvað um þær. Fyrst lifir maður sig inn í stemmninguna og söguþráðinn og í seinna skiptið pælir maður í myndinni.

Pæling 1:
Djöfull er Ingvar E. magnaður leikari. Það er eins og það sé ekki hægt að taka nema örfáa íslenska leikara alvarlega í bíómyndum (þ.á.m. Ingvar E og Hilmir S) en það fer ekki á milli mála að Baltasar eða hver það var sem valdi Ingvar vissi hvað hann var að gera.

Pæling 2:
Eins og ég sagði áður um Veðramót, Íslendingum er bara ætlað að búa til raunsæar, dramatískar, gráar bíómyndir. Látum Hollywood um myndir eins og Astrópíu.

Pæling 3:
Kvikmyndatónlist. Í Mýrinni samastóð OSTið aðallega af karlakór og öflugum íslenskum lögum og það kom ótrúlega vel út.

No comments: