Wednesday, October 24, 2007

Topp 10 listinn - Fyrsti hluti: One Flew Over The Cuckoo's Nest

Jæja, það er aldeilis kominn tími til þess að skrifa aðeins um topp tíurnar mínar. Fyrst ætla ég að tala aðeins um One Flew Over The Cuckoo's Nest sem er ein fáránlega góð mynd. Milos Forman leikstýrði henni og allskonar snillingar eins og Jack Nicholson, Louise Fletcher og Danny DeVito leika í henni. Ég sá hana fyrst fyrir algjöra slysni, mig minnir að ég hafi verið að leita að einhverju í sjónvarpinu eitthvert sunnudagskvöldið, séð Danny DeVito (sem leikur pínkulítið hlutverk) og ákveðið að tékka á henni.
OFOTCN (eða OFCN eins og skammstöfunin er skammstöfuð) fjallar um McMurphy (Nicholson), bíræfinn en 'loveable' ungan mann sem situr í fangelsi fyrir vægan glæp. Hann þykist vera geðveikur til þess að fá að sleppa við vinnu en er svo látinn afplána restina af dómnum á geðveikrahæli. Hann hefur fyrst um sinn ekkert á móti þessari breytingu, en vistin er erfiðari en hann bjóst við. Á meðan hann býr á hælinu kynnist hann 'hinum' geðsjúklingunum og eignast nýja vini og óvini. Þeir sem falla í seinni katagóríuna eru t.d. Ratchet hjúkrunarkona (Louise Fletcher), sem er ísköld fasistaharðstýra og ræður lögum og ríkjum á hælinu. Þegar maður fylgist svo með gangi mála og kynnist persónunum betur fer maður að efast um geðveiki sjúklinganna og jafnframt heilbrigði starfsfólksins.

Nurse Ratchet og Billy

Þetta er mynd sem allir ættu að sjá, í alvöru talað, þetta ætti að vera á námsskrá framhaldsskólanna. Karakterarnir eru margbrotnir og sagan er fallleg. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að hún gerist að mestu leyti inni á stofnun, en myndin er næstum tímalaus, þ.e. hún gæti hafa átt sér stað næstum hvenær sem er á, segjum, síðustu 50 árum.

Kvót myndarinnar: „That's right, Mr. Martini. There is an Easter Bunny.“

McMurphy (Nicholson)

Klassík!

5 af 6

*****

No comments: