Þessa horfðum við á í tíma einhverntíman á síðast misseri. Hún fjallar um líf háklassa frakka einhverntíman á síðustu öld. Þau hafa of mikið af peningum og tíma, og þurfa því að finna einhver önnur vandamál til að kljást við.
Flugmaðurinn André Jurieux var að setja nýtt flug met af einhverju tagi, en þegar hann lendir kvartar hann bara yfir því að ástin hans hafi ekki komið að fagna með honum. Hann er nefninlega ástfanginn af, konu ríkisbubbans Robert de la Cheyniest. Robert á sjálfur í leynilegu ástarsambandi með viðhaldinu Geneviève de Marras, en hann er að reyna að hætta með henni. Octave, vinur Andrés býður Andréheim til Roberts og Christines í risa partí. Í þessari veislu koma í ljós öll leyndarmál gestanna, og jafnvel þjónustufólksins.
Þetta er mjög fín mynd, fyndin, hröð og skemmtileg. Það var gaman að upplifa líf fólks sem lítur svona allt öðruvísi á lífið en ég sjálfur, framhjáhald var fullkomlega eðlilegt og fólk vann við að skemmta sér.
Kvót myndarinnar:
I have no choice but to dismiss you. It breaks my heart, but I can't expose my guests to your firearms. It may be wrong of them, but they value their lives.
-Robert de la Cheyniest
Möst sí.
4 af 6
****
3 comments:
Umsögn um blogg
18 færslur
Langflestar mjög fínar
Stuttmyndirnar eru mjög góð viðbót
Það gæti verið skemmtilegt að fá Húsið inn líka
7,5
La regle du jeu er æðisleg mynd. Mér hefur alltaf þótt einkar glæsilegt hvernig hún spilar með hugmyndir um sviðssetningu og áhorf, eins og í byrjun þegar útvarpsfréttamaðurinn er í rauninni að lýsa kvikmyndinni fyrir manni, og í lokin eftir morðið þegar stóru tröppurnar við herragarðinn eru notaðar eins og leiksvið og orð og tilþrif húsbóndans minna helst á einræðu úr Shakespeare.
Svo er líka skemmtileg staðreynd að myndin var bönnuð tvisvar, fyrst af frönsku millistríðsárastjórninni, og síðan af nasistum. Öll upprunaleg eintök af kvikmyndinni voru eyðilögð og glötuðust, og hún var um skeið talin vera glötuð fyrir fullt og allt. En með aðstoð kvikmyndaunnenda tókst Renoir að safna saman bútum og bútum úr myndinni héðan og þaðan og púsla henni aftur saman. Hann sagði einu sinni að aðeins ein mikilvæg sena hefði ekki fundist, allt annað væri á sínum stað.
Vá! Þetta vissi ég ekki. Gamla "ég er full af endalausum fróðleik um ALLT" mætt á svæðið? Mig langar eiginlega að horfa á hana aftur núna...
Post a Comment