Wednesday, November 28, 2007

Topp 10 - Þriðji hluti: Snatch

Snatch er svona mynd sem er ógeðslega gaman að kvóta úr. Hún er önnur stóra myndin frá Guy Ritchie (Lock Stock & Two Smoking Barrels, Revolver) og að mínu mati besta myndin hans. Það er erfitt að segja hvað hún fjallar um nákvæmlega en sögusviðið er glæpaheimur Lundúna. Hún er uppfull af allskonar snilldar karakterum (Bullet-tooth Tony, Boris the Bullet-dodger og Mickey the Pikey til dæmis...) og söguþráðurinn er ein stór flækja sem maður getur skemmt sér við að greiða úr eftir að myndin er búin.

Snatch er á topp 10 listanum mínum vegna þess að hún er svo ógeðslega töff. Ég hef aldrei hitt strák sem hefur séð Snatch og fannst hún ekki góð. Stelpur virðast ekki kunna að meta hana alveg jafn vel og strákar, en þetta er líka augljóslega strákamynd.

Kvót myndarinnar:

Do you know what "nemesis" means? A righteous infliction of retribution manifested by an appropriate agent. Personified in this case by an 'orrible cunt... me.
-Brick Top


Brakandi snilld!
4 af 6
****

2 comments:

Anonymous said...

Ég hef ekki séð Snatch.
Langar samt til þess.
Ég ætla líka að fíla hana.
Þá máttu kalla mig one of the boys.

Emil said...

Þú ert líka svona strákastelpa.