Tuesday, October 23, 2007

Betra seint en aldrei... American Movie

Ég drullaðist loksins til þess að horfa á American Movie í leikstjórn Chris Smith. Hún er frábrugðin öðrum myndum sem við horfum á í kvikmyndafræðinni í vetur því hún er (að ég held) eina heimildamyndin. Hún fjallar um misheppnaða kvikmyndaleikstjórann Mark Borchart í Wisconsin og er einskonar „making of“ nýju bíómyndarinnar sem hann er að framleiða/leikstýra/skrifa/klúðra. Við fáum að fylgjast með öllu ferlinu, leikaravali, pre-production, döbbi, klippingum, fjármögnun (aðallega frá eldgömlum frænda Marks), uppgjöf, auglýsingu o.s.fv.

Mark og Bill frændi (ríki, gamli frændinn)

Myndin hefst á því að Mark útskýrir fyrir okkur að hann sé að vinna að bíómyndinni Northwestern með stórum hópi sjálfboðaliða, þ.á.m. vini sínum Mike, sem á við alvarleg drykkju-, eyturlyfja-, fjárhættu-, og vitsmunavandamál að stríða, en er vænsta skinn. Strax í byrjun skynjum við að stærsta vandamál Marks er skipulagsleysi. Hann er gífurlegur áhugamaður um kvikmyndir og kvikmyndagerð, en skortir innsæi. Það kemur í ljós þegar tekin eru viðtöl við fjölskylduna hans að engin þeirra hefur trú á honum og bróðir hans segir meira að segja
„...what would suit him best would be to work in a factory!“

og
„I thought he would turn out to be a serial killer“

Röð hörmunga ríður yfir og til þess að geta borgað reikninga þá verður Mark að klára aðra mynd sem hann var byrjaður á, 35 mín. stuttmyndina Coven. Það gengur að sjálfsögðu ekki stórslysalaust og maður efast allan tíman um að honum takist þetta.




Þessi mynd er alveg dásamleg að mörgu leyti. Ég ætla að setja upp lista. Þetta er góð mynd vegna þess að...:




  • ... hún er ógeðslega fyndin


  • ... hún sýnir raunverulegt líf fólks sem maður vill aldrei þurfa að umgangast


  • ... hún er skólabókardæmi um hvernig maður á EKKI að búa til bíómynd


Frábær mynd. Of raunveruleg til að vera leikin.

4 af 6

****

No comments: