Wednesday, October 3, 2007

The General


Talandi um að myndir komi manni á óvart... (sjá Veðramót)!

Venjulega er ég ekkert mikið fyrir ‘silents’ en þessi er slgjör snilld. Spennan er svo vel byggð upp í henni að maður situr stjarfur allan tímann og fylgist með.


Þessi mynd er líka svo ógeðslega fyndin að ég hlæ ennþá þegar ég hugsa um sum atriðin. Til dæmis atriðið þar sem hann hoppar í gegnum botninn á brúnni, þegar Annabelle kann ekki á lestina og lætur hann hlaupa upp og niður fjallið, eða atriðið þar sem lestin dettur í vatnið og við fáum að sjá viðbrögð hershöfðingjans. Ég held að lykillinn að húmornum í myndinni sé hvað hún er í rauninni eðlileg. Þá er ég ekki bara að tala um leikinn, heldur líka atriðin sjálf. Lestin sem dettur í vatnið er ekki módel, heldur rándýr alvöru lest og þessvegna getum við ennþá horft á þetta í dag og pissað í buxurnar af hlátri. Leikurinn er samt líka ótrúlega raunverulegur og alls ekki eins og leikur sem maður á að venjast í svarthvítri hljóðlausri mynd. Atriðið þar sem Johnnie sér að Annabelle er fyrir aftan hann þegar að hann er búinn að banka á hurðina hjá henni er gott dæmi um þetta. Í staðin fyrir að trompast og verða ógeðslega vandræðalegur þá bregst hann bara ósköp eðlilega við. Það er frábært þegar kvikmyndir gera ekki ráð fyrir því að áhorfandinn sé hálfviti.
5 af 6
*****

No comments: