Sunday, September 30, 2007

Njála - Húmor, kímni og háð

Þetta er leikin heimildamynd um húmor í Brennu-Njálssögu sem við (ég, Andrés, Arnar og Sigtryggur) gerðum í fyrra. Ég var að horfa á hana í gær og er bara nokkuð sáttur með hana. Við lögðum alla vega mikið í hana. Ég er sérstaklega ánægður með smáatriðin í henni, það eru allir með skegg sem eiga að vera með skegg og búningarnir eru flottir og allt þannig. Ykkur finnst það kannski ekki þess virði en takan með hestinum tók alveg marga klukkutíma (m.a. að redda hestinum og svoleiðis) en ég sé ekkert eftir því. Ég vona að þið kunnið að meta hana.

Ég vara ykkur samt við, maður þarf að hafa lesið Njálu til að skilja þetta allt.



Til gamans má geta að þessi mynd var öll klippt í Windows Movie Maker. Ég mæli ekki með því.

No comments: