Jæja, það er víst kominn tími á að skrifa eitthvað á þessa síðu. Ég ætlaði alltaf að blogga um stuttmyndamaraþonið mikla, svo það gengur fyrir:
Við áttum að taka upp á miðvikudeginum og vorum tiltölulega nýkomnir með trailers-hugmyndina þegar við fengum myndavélina í hendurnar. Við byrjuðum á því að kynna okkur aðalatriðin og að henda upp grófu handriti. Handritið var gert með það í huga að allt þyrfti að vera tekið í réttri röð (fyrir þá sem hafa rambað óvart hingað og vita ekkert um þetta þá fengum við myndavél í einn dag og áttum að taka upp 3-15 mínútna mynd – án þess að klippa) og með fyrirvara um breytingar. Um leið og allir í teyminu (ég, Marínó, Svavar og Bjössi) voru búnir í skólanum fórum við að taka upp fyrstu senuna.
Það gekk ekki alveg eins vel og á horfðist, því vitleysingunum sem voru með vélina á undan okkur ljáðist að hlaða batteríin. Þannig að við þurftum að bíða aðgerðalausir í hálftíma eftir að rafmagnið lak inn í rafhlöðurnar. Þá varð Bjössi pirraður. Við redduðum okkur bíl og ákváðum að þrjú strik af batteríi væri nóg fyrir daginn (sem var ofmat).
Þrátt fyrir að vera tæknilega veikburða á mörgum sviðum ákváðum við að taka myndatökuna og tæknibrellurnar ‘to the limit’. Við notuðum m.a. ‘fast zoom’ tækni eins og er í Snatch og dolly zoom og allskonar. Við vorum líka mjög ánægðir með það að meðal-klippulengd var eitthvað í kringum 2 sekúndur, alveg eins og í alvöru trailerum.
Ég er bara mjög ánægður með útkomuna, svona á heildina litið. Auðvitað er endalaust hægt að laga smáatriði, en mér finnst þessi (ör)stuttmynd algjörlega hitta í mark. Að lokum vil ég líka þakka strákunum öllum fyrir frábæra samvinnu.
Við áttum að taka upp á miðvikudeginum og vorum tiltölulega nýkomnir með trailers-hugmyndina þegar við fengum myndavélina í hendurnar. Við byrjuðum á því að kynna okkur aðalatriðin og að henda upp grófu handriti. Handritið var gert með það í huga að allt þyrfti að vera tekið í réttri röð (fyrir þá sem hafa rambað óvart hingað og vita ekkert um þetta þá fengum við myndavél í einn dag og áttum að taka upp 3-15 mínútna mynd – án þess að klippa) og með fyrirvara um breytingar. Um leið og allir í teyminu (ég, Marínó, Svavar og Bjössi) voru búnir í skólanum fórum við að taka upp fyrstu senuna.
Það gekk ekki alveg eins vel og á horfðist, því vitleysingunum sem voru með vélina á undan okkur ljáðist að hlaða batteríin. Þannig að við þurftum að bíða aðgerðalausir í hálftíma eftir að rafmagnið lak inn í rafhlöðurnar. Þá varð Bjössi pirraður. Við redduðum okkur bíl og ákváðum að þrjú strik af batteríi væri nóg fyrir daginn (sem var ofmat).
Þrátt fyrir að vera tæknilega veikburða á mörgum sviðum ákváðum við að taka myndatökuna og tæknibrellurnar ‘to the limit’. Við notuðum m.a. ‘fast zoom’ tækni eins og er í Snatch og dolly zoom og allskonar. Við vorum líka mjög ánægðir með það að meðal-klippulengd var eitthvað í kringum 2 sekúndur, alveg eins og í alvöru trailerum.
Ég er bara mjög ánægður með útkomuna, svona á heildina litið. Auðvitað er endalaust hægt að laga smáatriði, en mér finnst þessi (ör)stuttmynd algjörlega hitta í mark. Að lokum vil ég líka þakka strákunum öllum fyrir frábæra samvinnu.
No comments:
Post a Comment