Tuesday, September 11, 2007

Astrópía - loksins

Jæja, það er kominn tími á það að ég skrifi um þessa Astrópíu. Ég er búinn að vera að ýta því á undan mér og vona að minningin af þessari skelfilegu mynd batni eitthvað með tímanum. Hún gerir það ekki.
Staðreyndin er einfaldlega sú að ef þessi mynd væri ekki íslensk þá fengi hún hvergi meira en hálfa stjörnu. Ég hlakkaði virkilega til að sjá íslenska bíómynd sem væri ekki grámyglan uppmáluð, loksins að horfa á ævintýra- eða fantasíumynd á íslensku, en strax í byrjun myndarinnar þá fann ég að það var eitthvað sem böggaði mig VIRKILEGA mikið. Það var leikurinn. Það er alveg sama hvað bardagasenurnar eru flottar, hvað klippingarnar eru vel gerðar, hvað sminkurnar stóðu sig vel eða hvað handritið er epískt (sem það var reyndar ekki): ef leikurinn er ekki sannfærandi þá lifir maður sig ekki inn í myndina. Þegar að einföldustu senur eru svo illa leiknar að maður fær aulahroll og gæsahúð þá spyr maður sig hvort það hefði ekki verið góð hugmynd að ráða betri leikara. Eða bara leikara... Þegar Sveppi og Pétur eru bestu leikararnir þá er þrettándinn þunnur.
Því miður þá get ég ekki sagt neitt gott um þessa mynd, vegna þess að ég komst ekki yfir þennan þröskuld. Jú, jú, Þessi teiknimyndapæling var mjög góð, LOTR atriðin í Þórsmörk voru vel heppnuð og... tónlistin var... fín.
Þetta var samt algjörlega þess virði, 1100 kall fyrir mikilvæga lexíu. Lærum af mistökum Gunnars:
Látum leikara um að leika.
2 af 6
**

2 comments:

Sigrún Hlín said...

Hei Emil þú getur horft á Un chien Andalou á Internetinu. Í svona ekkert svaka en samt smá gæðum. Hún er svona sextán mínútur. Þú bara... uhh, gúglar hana, held ég. Já, ég er þér ómetanleg hjálp.

Anonymous said...

Takkó. Komdu aftur í kvikmyndafræði. Það er ömurlegt að vera bara strákar. Allir prumpa bara út í eitt og tala um bíla og eitthvað...