Friday, April 11, 2008

Eiturlyfjamyndir

Úff, ég var að fatta áðan að Ólympíuliðið í kvikmyndagerð ætlar að vera með fyrirlestur um dóp, þannig að það er ágætt að vera aðeins á undan þeim með þennan póst...

Þetta er stór og góður flokkur kvikmynda, sem hafa það flestar sameiginlegt að snerta mann og fá mann til þess að pæla alvarlega í tilverunni. Það að myndirnar fjalla um fólk í vímu opnar líka fyrir svo flottar senur, þar sem lögmál raunveruleikans fara fyrir lítið og töffleiki er í fyrirrúmi. Ég ætla að skella einni allsherjar spoiler viðvörun á þessa færslu, ef þið hafið ekki séð þessar myndir, ekki lesa um þær.

1. Trainspotting

Leikstjóri: Danny Boyle (28 Days Later)
Útgáfuár: 1996
Helstu leikarar: Ewan McGregor, Ewen Bremner (Snatch), Robert Carlyle
IMDB einkunn: 8,1

Þetta er rosaleg mynd. Eina feel-good eiturlyfjamyndin sem ég hef séð. Mjög raunsæ (ekki það að ég viti rassgat um hvernig þetta er) mynd um heróín fíkla í Edinburgh. Einn þeirra, Renton (Ewan McGregor), er alla myndina að reyna að losna undan fíkninni, en líkamlegar, sálfræðilegar og félagslegar aðstæður koma í veg fyrir það. Það er afrek að geta búið til mynd um svona alvarlegt efni, tækla það á svona góðan og raunverulegan hátt, en halda henni samt á tilltölulega léttum nótum. Það er líka mikið af flottum senum, eins og til dæmis þessari:



Hérna er Renton að overdose-a á „falllegan“ hátt. Á spænsku. Leiðið það hjá ykkur.

Þessi hérna er líka eftirminnileg, frekar snemma í myndinni:



Ótrúlega töff sena.

Ég mæli með þessari mynd.

2. Requiem for a Dream

Leikstjóri: Darren Aronofsky
Útgáfuár: 2000
Helstu leikarar: Jared Leto, Ellen Burnstyn, Jennifer Connely
IMDB einkunn: 8,5

Requiem for a Dream er öðruvísi byggð upp en t.d. Trainspotting. Til dæmis endar hún illa, allar helstu persónurnar enda í ræsinu, hvort sem það er bókstaflega eða ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi slæmu endalok karakteranna eru í öllum tilvikum eiturlyfjum að kenna. Það sem er sérstaklega flott við þessa mynd eru hratt-klipptu atriðin þar sem þau eru að „skjóta sig upp“ eða hvað það heitir, eins og til dæmis þetta:



og split-screen töff atriði þar sem myndavélin er stöðug fyrir framan leikarann sem er á ferð, eins og byrjunin á þessu:



Svo eru sum atriðin bara ógeðslelga krípí, eins og bara allt með Söru Goldfarb og sjónvarps- og amfetamínsfíkn hennar.

Snilld!

3. Candy

Leikstjóri: Neil Armfield
Útgáfuár: 2006
Helstu leikarar: Heath Ledger, Abbie Cornish
IMDB einkunn: 7,1

Þessi er um ástralskan rithöfund, Dan (Ledger) sem elskar tvenns konar „candy“, annars vegar stelpu sem heitir Candy (Cornish), og hins vegar gamla góða heróínið. Dan og Candy breytast bæði eftir því sem líður á myndina úr heilbrigðu, skemmtillegu ungu fólki í geðsturlaða uppvakninga (ekki bókstaflega) sem selja sig á götuhornum og er alveg sama um lífið.Myndin skiptist í 3 hluta, „heaven“, „earth“ og „hell“ sem er pínku klisja, en samt allt í lagi. Candy fjallar samt að mestu leiti um ást þeirra Dan og Candy, sem nær einhvernvegin að haldast saklaus og eftirsóknarverð í sinni upprunalegu mynd í gegn um alla myndina (já, líka helvíti). Það er ekki mikið af brjálæðislega frumlegum og flottum senum í þessari mynd, en dramatíkin er epísk:



Ég mæli reyndar frekar með hinum tveimur.

Nóg um eiturlyfjamyndir í bili, ég er að verða þunglyndur.

2 comments:

Siggi Palli said...

Fín færsla.
Ég fékk smá í magann bara við að hugsa aftur til Requiem for a Dream. Það er ógeðslega flott mynd, en mig langar aldrei til þess að sjá hana aftur. Ég fór á hana í bíó á sínum tíma (11-sýningu minnir mig) og var með hnút í maganum og gat ekkert sofið eftir á.

7 stig.

Emil said...

Já, þetta er mynd sem maður er lengi að gleyma. Það er náttúrlega ómögulegt að bera saman svona myndir, en mér fannst samt skemmtilegra að horfa á Trainspotting