Wednesday, April 16, 2008

Fangelsismyndir

Afþví að stundartöflur okkar vinanna í vetur voru álíka götóttar og svissneskur ostur (endalaust af hléum) þá höfum við svolítið stundað það að horfa á bíómyndir í stað þess að læra eins og við ættum að vera að gera. Við ákváðum að þema kvikmyndaklúbbsins ætti að vera flóttir úr fangelsi, þar sem við værum á ákveðinn hátt að flýja úr fangelsi í vor, þ.e. að verða stúdentar.

The Great Escape

Fyrsta myndin sem við horfðum á var minnir mig The Great Escape, alveg týpísk fangelsisflóttamynd frá árinu 1963. Hún fjallar semsagt um hóp breskra stríðsfanga sem reyna að komast út úr þýskum fangabúðum. Hún kom á óvart, ég var að búast við rosa WW2 klisjum hægri vinstri, en söguþráðurinn og persónurnar voru frekar þróaðar. Myndin er langt frá því að vera heilalaus stríðsmynd í anda Steven Segal og félaga, og það er með ólíkindum hvað hún er spennandi, í ljósi þess að reynslan hefur sýnt manni að því eldri sem myndir eru, því ólíklegra er að þær hafi mikil áhrif á mann. Svona almennt.

Þegar klipp myndarinnar var valið var spurning um hvort yrði fyrir valinu, mótórhjólaeltingaleikurinn frægi (kíkið á það hér, ef þið hafið áhuga), eða hreinlega credidsið, en ég ákvað að það næði upplifuninni betur:



Það er ótrúlegt hvað manni þykir vænt um þessa gæja. Mæli með þessari mynd, ekki spurning. Það er engin tilviljun að Bretar horfi á hana um hver jól.

The Shawshank Redemtion

Næsta mynd á dagskrá var sú mynd sem kemst næst því að geta kallast besta mynd sem ég hef séð, The Shawshank Redemtion. Ég skrifaði smá færslu um hana í fyrra, hún var svona.

Vá, ég fór að skoða hana á youtube og fann m.a. þetta:



Þetta er svo fallleg sena. Núna langar mig bara að taka mér smá pásu frá öllu og horfa á hana einu sinni enn.

Allavega, það var sena í þessari mynd sem gaf okkur hugmyndina af næstu:

Heywood: The Count of Monte Crisco...
Floyd: That's "Cristo" you dumb shit.
Heywood: ...by Alexandree Dumb-ass. Dumb-ass.
Andy Dufresne: Dumb-ass? "Dumas". You know what it's about? You'll like it, it's about a prison break.
Red: We oughta file that under "Educational" too, oughten we?

Greifinn af Monte Cristo

Næst tókum við semsagt nokkra daga í að horfa á upprunalegu frönsku þáttaröðina Le Compte de Monté Cristo sem var stundum sýnd hérna í Sjónvarpinu um jólin í gamla daga. Hún passaði að sjálfsögðu vel í þemað (þeir sem hafa komist í gegn um lífð án þess að hafa komist að því um hvað Greifinn af Monte Cristo fjallar, kíkið á linkinn hér að ofan...) og það var líka passlegt að horfa á einn þátt í einu á milli tíma. Mig minnir að hver þáttur hafi verið klukkutími. Það var rosalega gaman að horfa á þessa þætti, bæði vegna þess að sagan er skemmtileg og þættirnir vel gerðir, en líka vegna þess að maður fékk svo ÓGEÐSLEGA mikla nostalgíu. Gérard Depardieu fer að sjálfsöðu á kostum, í öllum þessum dulargerfum, sem by the way virka ekki, hann breytist nákvæmlega ekki neitt við það að setja á sig gerfinef og hárkollu:



Því miður, virkar ekki alveg. Annars eru þetta mjög góðir þættir sem allir geta haft gaman af.

Þegar hingað var komið vorum við farnir að túlka þemað full frjálslega og litum svo á að Berlínarmúrinn hafi verið nokkurs konar fangelsi. Þá mátti líka líta svo á að Das Leben das Anderes hafi eiginlega fjallað um flótta úr fangelsi. Hún var mjög góð. Fleiri mydir sem komu til greina voru m.a. One Flew Over The Cuckoos Nest og The Green Mile. Hvað með ykkur? Hvað er besta fangelsis mynd sem þið hafið séð?

1 comment:

Siggi Palli said...

Skemmtileg og sniðug færsla. 7 stig.

Nokkrar skemmtilegar fangelsismyndir:
- Stalag 17 (svipað þema og Great Escape)
- Stir Crazy
- Oh Brother Where Art Thou
- Sullivan's Travels
- I Am a Fugitive From a Chain Gang
- Convict 13 (með Buster Keaton)