Friday, April 11, 2008

Bollywood

Kvikmyndaiðnaðurinn í Bombay (eða Mumbai eins og það heitir víst núna) kallast BOLLYWOOD (eins og hollywood, nema með bé-i eins og Bombay). Það er algengur, en skelfilegur misskilningur að allar indverskar myndir séu Bollywood myndir. Það er ekki rétt. Það er líka algengur misskilningur að Bollywood sé alvöru staður, eins og Hollywood. Það er hann ekki. Alvöru Bollywood myndir eru yfirleitt á hindi, þótt svo sumar séu að hluta til á urdu eða bara ensku. Reyndar hefur það færst í aukana að slett sé ensku, og jafnvel að heilu myndirnar séu á ensku. Það kom mér á óvart hvað Bollywood er stórt dæmi, meðal framleiðsla er svona 800 myndir á ári sem ca. 3,6 milljarðar manna alls staðar í heiminum horfa á. Það eru sífellt fleiri og fleiri áhorfendur, og á síðari árum hafa vinsældir Bollywoods aukist mjög. Fyrir utan Indland er trúlega hlutfallslega mest horft á Bollywood myndir í Pakistan, þrátt fyrir ritskoðun þar og bann við Indverskum myndum. Þær eru líka vinsælar í Afghanistan, og fjöldi Bollywood leikara og leikstjóra koma þaðan. Svo voru myndirnar Dharmatma, Kabul Hraðlestin, Khuda Gawah og Flóttinn frá Taliban, myndir sem allir ættu að kannast við, allar teknar upp þar.

Aðsókn í Bollywood myndir hefur aukist umtalsvert í Bandaríkjunum undanfarin ár, þá sérstaklega meðal Suður-Asískra innflytjenda. Bandaríkjamenn eyða 100 milljón dollurum í Bollywood myndir eða Bollywood soundtrökk á ári, sem er meira en þeir eyða í kvikmyndir frá öðrum löndum, þ.e.a.s það er ekkert annað land sem selur Bandaríkjunum jafn mikið af bíómyndum og Indland.

Þetta fölnar þó allt í samanburði við Rússland, eða öllu heldur Soviet ríkin. Á meðan Kalda stríðinu stóð mátti ekki sýna vestrænt myndefni, þannig að sóvíetmenn horfðu næstum því bara á Bollywood myndir döbbaðar á rússnesku.

En nóg um það.

Lítum aðeins yfir hina áhugaverðu og æsispennandi sögu Bollywood:

Raja Harishchandra (1913) var fyrsta indverska bíómyndin. Henni leikstýrði Dadasaheb Phalke. (-sleppa nöfnum vegna þess að það tekur svo langan tíma að bera þau fram og þið græðið hvort eð er ekkert á því-). Á 4. áratugnum var verið að framleiða meira en 200 Bollywood bíómyndir á ári. Svo kom rosa bomba 1931, Alam Ara, fyrsta myndin með hljóði. Þá kom fyrst í ljós hvað Indverjar hafa gaman af söng og dansi í bíómyndum.

Fyrstu myndirnar í lit komu út seint á 6. áratugnum. Þá voru aðallega gerðar falllegar, tilfinningaþrungnar, rómantískar og mellodramatískar bíómyndir um erfiðleika í ástum og svoleiðis. Um miðjan 9. áratuginn urðu hins vegar ljótar, ofbeldisfullar bíómyndir um gangstera mjög vinsælar. Svo, upp úr 1990 sveiflaðist Bollywood aftur í átt að fjölskylduvænni rómantík. Síðan þá hafa fjölskyldumyndir, grín-, og hetjumyndir verið vinsælastar.

Eftir aldarmótin varð Bollywood vinsælli en áður. Þessar nýju vinsældir urðu til þess að myndgæði, leikur og handritagerð urðu töluvert fágaðri en áður.

Hingað til hafa Indverskir kvikmyndagerðarmenn yfirleitt farið eftir eftirfarandi lögmáli:

Því breiðari sem áhorfendahópurinn er, því fleiri kaupa myndina og því meira græðum við.

Bollywood myndir eiga það því til að minna á sambland söngleikja og fjölskyldumynda Hollywoods, myndir sem allir geta horft á og haft nokkuð gaman af. Nú er þó að endurskoða þetta viðhorf að eitthverju leiti. Til dæmis er gerður greinamunur á bíómyndum sem gerðar eru fyrir Indverska áhorfendur og okkur hin.


Þetta er uppáhaldsatriðið mitt úr myndinni Kabhi Khushi Kabhi Gham, þótt þetta komi líka til greina:

1 comment:

Siggi Palli said...

Ég veit ekki alveg hvað maður á að gefa fyrir copy-peistaðan fyrirlestur (eða hluta af fyrirlestri). Það væri miklu skemmtilegra að fá færslu sem lýsir persónulegri upplifun við gerð fyrirlestursins, t.d. hvernig þú upplifðir þessar myndir...
Ég veit samt að það er auðvitað einhver vinna fólgin í því að setja þetta inn, sérstaklega myndbrotin.
2 stig.

En ef þú bætir Bollywood-trailernum frá því í morgun inn, þá gæti ég gefið eitthvað fyrir hann...

Fyrirlesturinn var samt fínn. Ansi langur samt - ég held að hann hafi farið yfir 25 mínútur (og þá tel ég ekki með trailer eða tafir).