Þessi póstur er um seinni stuttmyndina sem við gerðum í vetur. Að þessu sinni vann ég með eftirfarandi snillingum:
Andrés Gunnarsson
Björn Brynjúlfur Björnsson
Marínó Páll Valdimarsson
Svavar Konráðsson
Við byrjuðum á því að skrifa gríðarlega langt og flókið handrit sem við lögðum mikla vinnu í og var orðið mjög skemmtilegt. Ef að þumalputtareglan: Ein blaðsíða = ein mínúta er rétt, þá hefðum við verið að tala um 25 mínútur af stanslausu actioni, þ.m.t. heilir 27 tökustaðir og 14 karakterar.
Það fjallaði um tvo menn sem frétta að fræðimenn séu að leita að kaleiki Krists hér á Íslandi (byggt á sönnum atburðum –sjá þessa síðu) og ákveða að finna hann sjálfir. Myndin átti að heita Leiðarsteinn útlagans sem er stafarugl fyrir Santes: Leitin að gralinu. Þegar það kom hins vegar að framkvæmdinni, þ.e. tökum og svoleiðis, þá ákváðum við að gera eitthvað einfaldara. Ég sé samt pinku eftir Leiðarsteininum og ég vona að við notum þetta handrit einhverntíman.
Allavega, eftir að við vorum búnir að taka upp 2 senur hættum við við að gera Leiðarsteininn. Við settumst niður (heima hjá Bjössa) og á ca. klukkutíma vorum við komnir með gróft (understatement of the year award 2008) handrit að 0:15, mynd um 2 menn sem lenda í tímangelsi fyrir glæp gegn alheiminum. Eðli glæpsins kemur aldrei fram. Hugmyndin var sú að tveir menn sem þekktust ekki neitt væru fastir í húsi þar sem tíminn stendur kyrr, en ef þeir færu út fyrir húsið, og tíminn byrjaði að líða þá vakna þeir aftur í húsinu 15 sekúndum síðar (hence 0:15). Þetta er akkúrat svona pæling sem mér finst skemmtilegt að horfa á bíómynd um, eitthvað öðruvísi og skrýtið, sem maður skilur samt og þar sem maður getur jafnvel sett sig í sporin á karakterunum (pinku Matrix fílingur hvað það varðar).
Ég verð að viðurkenna að mér finst útkoman alveg frábær. Þegar ég sé hann/mig vakna alltaf í sömu stöðunni fæ ég hroll. Ég fíla líka skiptinguna á milli svarthvíts/litar og tónlistina sem byrjar alltaf um leið og tíminn byrjar að líða. Það er líka gaman að sjá hvað þessar einföldu tæknibrellur (áreksturinn í lokin og skotið af spegilmynd okkar í glugganum þar sem við horfum út á tímalausa götuna) virka vel.
Að lokum vil ég bara þakka strákunum kærlega fyrir tvo skemmtilega daga og frábæra mynd. Er pæling að hætta við verkfræðina og fara bara að gera eitthvað meira svona saman á næsta ári?
3 comments:
Kannski gróf hugmynd en heppnaðist ótrúlega vel - alveg hreint djöfulli vel gerð.
Myndin fær hiklaust 10.
Færslan fær 6 stig.
Og ef ykkur langar til þess að gera Leiðarsteininn í sumar stendur ykkur myndavélin til boða. Þetta er allt of skemmtileg mynd til þess að láta hana ógerða...
Já, það er alveg spurning. Maður veit ekki hvenær það væri annars næst tækifæri.
Post a Comment