Friday, April 11, 2008

Happy End


Leikstjóri: Oldrich Lipský
Útgáfuár: 1966
Helstu leikarar: Vladimír Mensík
IMDB einkunn: 8,2

Meistaraverk! Þetta er það magnaðasta sem ég hef upplifað í þessum tímum, ekki nokkur spurning. Heil mynd spiluð aftur á bak. Það ótrúlegasta var samt hvað maður hugsaði allt aftur á bak í langan tíma eftir á. Ég geri ráð fyrir að þeir sem lesa þetta viti hvaða mynd þetta er, annars: kíkið hér. Þetta er týpísk sena:



Í hinum ódauðlegu orðum Sigga Palla þá er alltaf gaman að sjá hvað er hægt að ganga langt áður en kvikmynd hættir að vera kvikmynd. Það má með sanni segja að Happy End sé einhversstaðar á mörkunum.

Mig langar að búa til svipaða mynd sem gerist núna. Það er bara spurning hvað virkar að sýna aftur á bak. Ég held að Mensík hafi tekið myndina upp í rauntíma (döh...) og klippt hana eins og hún hafi átt að vera venjuleg mynd og spilað svo allt saman aftur á bak. Það er jafnvel pæling að gera mynd um einn dag aftur á bak, þ.e. vakna í staðin að fara að sofa o.s.fv. Vandamálið er augljóslega samtölin. Annaðhvort þurfa leikararnir að segja línurnar sínar aftur á bak (sem er subbulega mikið vesen) eða þá að línurnar eru spilaðar aftur á bak (sem er ekkert skemmtilegt). Það væri líka ógeðslega skemmtilegt, en sjúkt vesen, að láta aðalpersónuna ekki upplifa daginn aftur á bak. Ímyndið ykkur að vakna og upplifa heiminn aftur á bak. Það er hryllingur.

Það er svo mikið af myndum sem mig langar að gera, en ég á aldrei eftir að drullast til að framkvæma. Bestu hugmyndirnar koma líka þegar maður er að læra fyrir próf.

Allavega, aftur að Happy End. Ég fíla myndir sem láta mann þurfa að hugsa dáldið, og þessi var það svo sannarlega. Það tekur á að pæla stanslaust í tímaröðinni, hvað var að gerast, hverjar voru aftur afleiðingar þessarar senu, hvernig myndi þetta líta út í réttri tímaröð...
Talandi um það, langar engan annan en mig að horfa á þessa mynd spilaða aftur á bak (þ.e. í réttri röð)? Eða kannski að prufa að horfa á bíómynd sem maður þekkir vel spilaða aftur á bak.

3 comments:

Siggi Palli said...

Skemmtileg pæling. 7 stig.
Varðandi það að láta sögupersónuna ekki upplifa daginn afturábak (ég skil það þannig að þú ætlir að láta sögupersónuna fara áfram en allt hitt afturábak), þá var það einmitt gert í einum þætti af hinum bráðskemmtilegu Red Dwarf. Það gæti verið hrikalega skemmtilegt að gera svoleiðis mynd (en auðvitað jafnframt viðbjóðslega mikið mál).

Emil said...

Já, það var þannig sem ég hugsaði það. Er þetta ekki alltaf svona, þegar maður fær góða hugmynd þá veit maður að það er einhver búinn að framkvæma hana.

Siggi Palli said...

Það skiptir nú ekki alltaf öllu að vera fyrstur með fréttirnar. Vel útfærð og skemmtileg pæling er góð þótt það hafi einhver gert eitthvað svipað áður.