Ég á það til að detta inná youtube þegar ég hef eitthvað annað mjög mikilvægt að gera. Í gær átti ég að vera að læra fyrir stærðfræðipróf, en áður en ég vissi af var ég kominn á youtube. Fyrst skoðaði ég atla 123, svo The Real Hustle (sem ég mæli með), og svo datt mér í hug að kíkja á Caligari. Das Kabinet des Dr. Caligari, eins og hún heitir á frummálinu, er ein elsta hryllingsmyndin í öllum geimi. Hún var framleidd einhvern tíman í kringum 1920 og er satt best að segja bara drullu krípí. Þar sem hún er hvort eð er eldgömul og myndgæðin eru ekkert til að hrópa húrra fyrir þá er alveg ásættanlegt að horfa á hana í 5 pixlum eins og hún er á youtube. Seinna voru settar einhvern vegin litafilmur yfir myndina, en á youtube er hún bara svarthvít.
Þrátt fyrir að þessi mynd sé frekar langdregin (fyrir einstakling af iPod kynslóðinni) þá það í raun ótrúlegt hvað það hefur lítið breyst í hryllingsmyndageiranum á 90 árum. Ég mæli með því að allir horfi á þessa mynd. Ef þið vitið líka um einhverjar aðrar gamlar myndir á netinu þá megið þið endilega láta mig vita.
Tékkið á þessu:
4 af 6:
****
2 comments:
Ég mæli reyndar með því að þið í kvikmyndagerðinni bíðið í 2-3 vikur þangað til hún verður sýnd í tíma, í nýlagfærðri og flottri útgáfu, frekar en að horfa á hana í þeim gæðum sem youtube býður upp á.
Ég hefði líka beðið ef ég hefði fengið kennsluáætlun...
Post a Comment