Thursday, April 17, 2008

Nokkur tips um gerð stuttmynda


Það er ágætt að segja aðeins frá því sem ég hef lært, svona í lok námskeiðisins. Ég hef dundað mér við að gera stuttar myndir í nokkur ár og samanlagt hugsa ég að ég hafi eitthvað komið að gerð ca. 15 mynda. Þær myndir sem ég er stoltastur af eru Húsið, 0:15, Njálumyndin, og sumir litlu sketchanna sem við gerðum fyrir árshátíðarsjónvarpið. Það er þrennt sem mig langar að koma á framfæri, sem að ég hef komist að í gegnum þessa litlu reynslu mína.

Í fyrsta lagi þá borgar það sig að byrja með góða, einfalda pælingu. „What if...“ aðferðin er algjörlega í uppáhaldi hjá mér akkúrat núna.

Í öðru lagi þá hef ég komist að því „the hard way“ að kvikmynd verður aldrei flottari en lélegasti verkliðurinn. Til dæmis er alveg sama hvað handritið er gott, leikurinn raunverulegur, skotin töff og tónlistin góð, ef lýsing og hljóð er þriðja flokks þá verður myndin aldrei meira en þriðja flokks mynd. Eins er alveg sama hvað þú leggur mikla vinnu í mynd byggða á lélegu handriti, hún verður aldrei góð. Það borgar sig að byrja aldrei á næsta skrefi fyrr en maður er orðinn fullkomlega sáttur með það sem maður er búinn með. Ein slæm sena (lélegt hljóð, léleg lýsing, lélelgt samtall eða lélegur leikur) getur skemmt mynd. Já og eitt enn, alltaf taka a.m.k. tvær tökur af senu sem heppnast alveg 100%.

Það þriðja sem ég hef lært af reynslunni, og mun alltaf hafa í huga í framtíðinni er að fækka tökustöðum og tökudögum eins og mögulegt er. Þegar að Myndbandanefnd Framtíðarinnar tók t.d. upp Leiðina að marmaranum vorum við í hálfan mánuð, alltaf að skjótast upp í Versló að klára einvherjar tökur sem við áttum eftir, og klippa á milli, og skjótast hingað og þangað og redda leikurum og bíða eftir einhverju o.s.fv. Svo ég taki dæmi um æskilegri aðferð þá var Bunkerlove skrifuð á einu kvöldi og tekin upp daginn eftir. Það er sérstaklega pródúktíft, svo ég tali nú ekki um skemmtilegt, að fara eitthvert út í sveit (helst sumarbústað) með nóg af mat til að halda öllum í góðu skapi, og taka myndina upp alla í einu.

3 comments:

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Transplante de Cabelo, I hope you enjoy. The address is http://transplante-de-cabelo.blogspot.com. A hug.

Siggi Palli said...

Ágætisfærsla. 5 stig.
Þú endar þá í 61 stigi.

Anonymous said...

Já. Ég er sammála þér. Það er rosa gaman að vera með góða hugmynd og taka mynd upp í hvelli. En það krefst góð mannskaps.

Bunkerlove var án efa skemmtilegasta myndin sem við framkvæmdum þennan vetur 06-07.