Sunday, April 13, 2008

Flottar stuttmyndir

Eitt af mörgu sem ég hef lært í kvikmyndagerðinni í ár er að hafa gaman af stuttmyndum. Eins og Ólafur sagði þegar hann kom í heimsókn um daginn þá er einhvernvegin allt leyfilegt í stuttmyndum, fólk er ekki að kaupa sig inn á bíómynd og er ekki að fórna miklum tíma í hana, þannig að það sættir sig við allan fjandann. Þá fær maður lausan tauminn og getur prófað sig áfram. Það er líka lítið/ekkert budget, þannig að leikstjórinn er laus við allt vesen og ræður sjálfur hvað hann vill hafa í myndinni.

Hérna eru nokkrar eftirminnilegustu stuttmyndirnar sem ég hef séð, þær myndu aldrei ganga upp sem heilar bíómyndir, en eru ótrúlega ferskar samt sem áður:

Flat life



(Athugið, þetta er bara brot)

Frábær mynd þar sem skjánum er alltaf skipt í fernt, hver hluti ein íbúð. Hún fjallar semsagt um íbúa í blokk og samskipti þeirra á milli. Það er alltaf gaman af svona myndum þar sem maður sér sama hlutinn frá mismunandi sjónarhornum, þetta minnir mig á leikrit eftir Árna Ibsen sem ég man ekki hvað heitir, en þá ér maður sama leikritið tvisvar, fyrir og eftir hlé, nema í annað skipti fyrir innan húsið og í hitt skiptið fyrir utan. Það er eitthvað við það að vita söguna á bak við gjörðir persóna og atburði. Þetta er mikið gert í bíómyndum, t.d. í Snatch í senunni þegar það er keyrt á rússann, þegar sami atburðurinn er alltaf sýndur þrisvar sinnum:



The Parlour



Algjör snilld. Ég veit það ekki fyrir víst en ég hef lesið að samtölin á „spjallsíðunni“ séu tekin af alvöru chatti. Það er sérstaklega skemmtilegt að reyna að sjá fyrir sér hvað hver og einn er að hugsa í alvöru, hvernig þeir vilja koma fram og hvernig aðrir taka þeim. Ég veit ekki hvað það er við skiptingar á milli veruleikans og „draumaheimsins“, en t.d. í þessari mynd, þegar við sjáum Skater í fyrsta skipti í raunveruleikanum, þá finst manni eins og maður hafi verið að gæjast inn í hugann á honum, sem er magnað vegna þess að þetta er BARA hægt í kvikmyndum. Þessi mynd hefur líka það sem ég var að tala um hérna áðan, að áhorfandinn veit meira en hver og ein persóna, við vitum bakgrunn hverrar persónu og fáum að sjá hvernig þær hafa samskipti sín á milli.

The Glitch

Þessi er svona svipuð pæling og 0:15, enn og aftur, þegar maður fær góða, einfalda hugmynd getur maður verið viss um að hún hvafi verið framkvæmd áður.



„I’m gonna love you forever“. Góð pæling. Ég held að what if... reglan virki alveg 100%. Allavega í stuttmyndunum. Ef sagan fjallar um einhverskonar pælingu, svona væri það ekki tryllt ef... (maður gæti stoppað tímann, jólasveinninn væri vondur, maður gæti vakið fólk frá dauðum o.s.fv.) þá vill maður vita meira. Það er hægt að ganga mjög langt í fáránleikanum án þess að fólk fái nóg, svo lengi sem persónurnar eru eðlilegar. Maður áttar sig ekki á því hvað áhorfandinn er klár. Það er ekkert verra en þegar sögunni er troðið inn í heilann á manni, og maður fær ekkert að fatta sjálur.

Ein í lokin

10 Minuta

Það er reyndar ekkert rosalega gott að horfa á hana á youtube, en ég veit ekki hvar hún er til í betri gæðum. Ég mæli með því að þið finnið betri versjón einhversstaðar frekar en að horfa á hana hérna, en þið ráðið...



Margt flott við þessa mynd. Mörg flott skot, langar tökur og stuð.
Mig langar að finna einhverja síðu þar með fullt af sniðugum stuttmyndum. Þetta er líka svo passlegt fyrir pásur í próflestri. Vitið þið um einhverjar góðar?

5 comments:

Anonymous said...

mér fannst flatlife myndin skemmtileg.

Anna Beta

Anonymous said...

haha. líka the glitch.

Djöfull var ég samt hrædd um að hann mundi enda með að þurfa að lifa með því að hafa drepið þjóninn..

Emil said...

Já, ég var næstum viss um að hann væri geðveikur.

Ingólfur said...

10 minuti er helvíti flott. Fann hana því miður ekki nema á youtube og gæðin eru ekkert sérstök en pælingin er mjög góð og vel framkvæmd

Siggi Palli said...

Bráðskemmtileg færsla, þó ég hafi raunar ekki haft tíma til þess að horfa á allar myndirnar.
8 stig.

Svavar er með link inn á ágæta stuttmyndasíðu á síðunni sinni. Hún heitir atomfilms.